Leiðir til endurheimtar

Endurheimt votlendis er viðurkennd aðferð hjá Loftslagsráði sameinuðu þjóðanna (IPCC) í baráttunni við loftslagsbreytingarnar. Alþjóðleg viðmið um losun hvers hektara sem IPCC hefur gefið út eru 19.5 tonn. Um nokkurra ára skeið hefur vísindafólk Landgræðslunnar unnið að rannsóknum að meðallosun íslenskra mýra.


Mælt er á fjórum mismunandi stöðum á landinu og til þessa hafa mælingarnar gefið til kynna að meðaltalið sé nokkuð svipað og þegar kemur að losun íslenskra mýra.| Þetta þýðir að árlega losar hver hektari í framræstu mýrlendi 19.5 tonn af koldíoxíð. Árið 2019 stöðvaði sjóðurinn losun 1.404 tonn af koldíoxíð en uppreiknað til 8 ára eru það 11.232 tonn. Árið 2020 stöðvaði sjóðurinn 2.636 tonn en uppreiknað til 8 ára eru það 21.088 tonn.

Votlendissjóðurinn nýtir þannig 8 ára framvirka stöðvun til að selja til að fjármagna, undirbúning, mælingar, framkvæmdina sjálfa sem oftast er unnin af sjálfstæðum verktaka en stundum landeigenda sjálfum en alltaf undir eftirliti og ráðgjöf Landgræðslunnar. Þannig er sagt að einingarnar séu væntar til 8 ára en til samanburðar eru einingar úr skógrækt sem dæmi yfirleit væntar til 20 ára.

Í dag eru ekki til sölu á Íslandi svo kallaðar virkar einingar. Það gæti þó orðið raunveruleiki á allra næstu árum ef framleiðslu hraði verkefna eins og Votlendissjóðs eða annarra sambærilegra aðila komast á það skrið að geta framleitt þær án þess að selja strax. Hluti „uppskerunnar“ eða „framleiðslunnar“ væri þannig settur til hliðar og seldur eftir að einingin er orðin virk. Slík eining yrði þó að öllum líkindum dýrari en sú sem kemur með vænta virkni.

Þó er vert að hafa í huga að hér er um stöðvun að ræða en ekki bindingu. Því með endurheimt vatnstöðu í mýrlendi stöðvast losun en með ræktun hverskonar sbr. skógrækt er verið að binda koldíoxíð sem nú þegar er í andrúmsloftinu.| Landgræðslan metur og mælir forsendur allra framræsingarverkefna Votlendissjóðs og að lokinni framkvæmd er verkið mælt og metið að nýju. Ef verkið hefur heppnast til fulls færir Landgræðslan það í samantektartölur landsins um stöðvun losunar frá framræstu votlendi.

Votlendissjóður er óhagnaðardirfin séreignarsjóður sem var stofnaður árið 2018. Markmið sjóðsins er að undirbúa og framkvæma endurheimt framræsts votlendis.

Endurheimt votlendis er EKKI BARA einföld og mjög hraðvirk leið í baráttunni við loftslagsbreytingarnar, heldur er endurheimt votlendis um leið stórkostlegt vopn í endurheimt vistkerfa og styður við náttúrulega fjölbreytileika á þeim svæðum sem hún er framkvæmd.

Votlendissjóður býður öllum landeigendum til samstarfs um framkvæmd endurheimtar á svæðum í þeirra eigu. Undir slíkum samningi tryggir landeigandinn að endurheimtin verði unnin af fagaðilum og undir eftirliti og mælingum Landgræðslunnar.

Á 8 ára samningstíma greiðir Votlendissjóðurinn fyrir alla vinnu við undirbúning og framkvæmd endurheimtarinar. Þá er fylgst með framkvæmdinni og henni viðhaldið. Á samningstímanum er ábati aðgerðanna, þ.e kolefniseiningarnar eign sjóðsins og selur sjóðurinn þær til að fjármagna aðgerðina. Að samningstímanum loknum eru einingarnar eign landeigandans.

Votlendissjóðurinn vinnur nú í samstarfi við Landgræðslunna og Landbúnaðarháskólann undir stjórn Eflu verkfræðistofu að því að koma upp erlendum vottunarferlum. Sú vinna hefur staðið í meira en ár og stefnir allt í það að sjóðurinn verði farinn að vinna eftir stöðlum frá Verra á miðju ári 2023. Það mun færa landeigendum enn meiri staðfestu og verðmæti þeirra eininga sem unnar eru í endurheimt þeirra svæða.

Kynntu þér starfið okkar hjá Votlendissjóði á www.votlendi.is og sjáðu sóknarfærin sem liggja allt í kringum okkur í loftslagsbaráttunni.

Share by: