Hlutverk  

Hlutverk Votlendissjóðsins

Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Rannsóknir sýna að framræst votlendi ber ábyrgð á um 60% losunar CO2 á Íslandi. Inni í því hlutfalli er ekki tekið tillit til alþjóðlegs flugs yfir Íslandi en allar aðrar samgöngur og iðnaður eru innifalin. Þess vegna er endurheimt votlendis öflugasta leiðin í baráttunni við loftslags breytingarnar.


Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá. Endurheimt votlendis stöðvar útblástur koltvísýrings, eflir lífræðilega fjölbreytni, fuglalíf og styrkir vatnsbúskap í veiðiám.


Votlendissjóðurinn er sjálfseignarsjóður, fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum aðilum.





Stjórn

-        Stjórnarfólk Votlendissjóðs kemur víðsvegar að úr samfélaginu en öll brenna þau fyrir það að láta gott af sér leiða í náttúruvernd og baráttunni við loftslags breytingarnar. Í stjórninni sitja ngunn Agnes Kro lögfræðingur, Ólafur Eggertsson bóndi, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Halldóra Kristín Hauksdóttir, eigandi Græneggja ehf. og stjórnarmaður í Bændasamtökum, Helga J. Bjarnadóttir verkfræðingur og sviðstjóri hjá Eflu,Sveinn Ingvarsson bóndi og fyrrum varaformaður stjórnar Bændasamtakana,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir viðskiptafræðingur og forstöðumaður hjá Samskipum,Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur á umhverfis og rekstrasviði  Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins,Kristrún Tinna Gunnlaugsdóttir forstöðumaður stefnumótun og sjálfbærni hjá Íslandsbanka,Hjálmar Kristjánsson útgerðarmaður.

Framkvæmdastjóri

Einar Bárðarson

Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

einarb@votlendi.is
Share by: