Fyrirtæki sem vilja axla samfélagslega ábyrgð með endurheimt votlendis

Það er vaxandi áhugi meðal Íslendinga að taka loftslagsmálin föstum tökum og draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrirtæki sem vilja styðja við bakið á þessu mikilvæga samfélagsverkefni geta annars vegar, í samstarfi við Votlendissjóðinn, tekið í fóstur ákveðin skilgreind framræst eða röskuð landsvæði, eins og t.d. mýri eða votlendi í tilteknum dal, og endurheimt þau á sínum hraða.
Hins vegar geta þau greitt fjárframlag til Votlendissjóðsins. Fyrir kr. 500.000 er hægt að stöðva árlega losun á 100 tonnum af gróðurhúsalofttegundum. Fyrir kr. 1.000.000 er hægt að stöðva losun á 200 tonnum. Greiði fyrirtæki kr. 300.000 eða meira fær það að nota merki sjóðsins í markaðslegum tilgangi.
Votlendissjóðurinn vinnur eftir ströngu verklagi og fær óháðan aðila til að staðfesta að það fjármagn sem sett er í sjóðinn eða sú vinna sem hefur verið unnin á eigin kostnað hafi raunverulega stöðvað losun á þeim fjölda tonna sem annað óháður aðili áætlaði.
Fyrirtæki geta millifært upphæðina inn á reikning 537-26-516, kt. 620518-1230 eða greitt í meðfylgjandi greiðslugátt.
Fyrirtæki sem vilja endurheimta votlendi og sýna þar með samfélagslega ábyrgð í verki geta sett sig í samband við votlendissjóðinn í netfangi votlendi@votlendi.is eða í síma 892 1987 til að fræðast nánar um ferlið.

Einstaklingar sem vilja kolefnisjafna sig

Þeim fer fjölgandi sem vilja taka ábyrgð á eigin losun gróðurhúsalofttegunda með því að kolefnisjafna flugferðir sínar og útblástur bifreiða. Votlendissjóðurinn býður þeim að styðja við þetta mikilvæga samfélagsverkefni með því að reikna út kolefnisspor sitt:
• Kolefnisjöfnun á 1 tonni af gróðurhúsalofttegundum kostar kr. 5.000 (ca. flugferð til Evrópu)
• Kolefnisjöfnun á 2 tonnum af gróðurhúsalofttegundum kostar kr. 10.000 (ca. flugferð til Bandaríkjanna).
• Kolefnisjöfnun á 3 tonnum af gróðurhúsalofttegundum kostar kr. 15.000 (ca. flugferð til Asíu).
• Kolefnisjöfnun á 4 tonnum af gróðurhúsalofttegundum kostar kr. 20.000 (ca. flugferð til Ástralíu/Nýja Sjálands).
• Kolefnisjöfnun fyrir fólksbíl miðað við meðaleyðslu og 20.000 km á ári (4 tonn af gróðurhúsalofttegundum) kostar kr. 20.000

Einstaklingar geta millifært upphæðina inn á reikning 537-26-516, kt. 620518-1230 eða greitt í meðfylgjandi greiðslugátt. Votlendissjóðurinn sér um að verja peningunum í að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun gróðurhúsalofttegunda.
Nánari upplýsingar fást með því að hafa samband við votlendissjóðinn í netfangi votlendi@votlendi.is eða í síma 892 1987.

Öll framlög nýtast beint til endurheimtar votlendis og stöðvunar á losun CO2.

Við þökkum allan stuðning og hvetjum þá sem vilja sýna gott fordæmi að deila þessum upplýsingum áfram.

Með fyrirfram þökk og kærri kveðju.

Samtals tonn af Co2

Skilmálar

– Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
– Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
– Allar upphæðir í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk
– Veittur er 14 daga skilaréttur við styrkveitingar gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær styrkurinn var veittur.
– Votlendissjóðurinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða stöðva greiðslu fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
– Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur

Viltu kolefnisjafna?

Viltu kolefnisjafna ferðalög þín eða taka þátt í því stóra samfélagsverkefni að endurheimta votlendi og stöðva losun á CO2. Undanfarna daga og vikur hafa fjölmargir einstaklingar verið að hafa samband við Votlendissjóðinn til að kolefnisjafna ferðalög sín og útblástur...

Hver er ábyrgð okkar í loftslagsmálum?

Stutt grein í Fréttablaðinu í dag. Endilega fylgjast með stóra samfélagsverkefninu okkar á Facebook. Endurheimt votlendis og stöðvun á losun CO2. Í dag er Votlendi er komið með 997 fylgjendur á Facebook. Hver verður nr: 1.000 ? Frétt á Vísi Facebook hjá...