Við endurheimt votlendis þarf yfirleitt að hækka vatnsstöðu.
Við vötn og tjarnir getur nægt að stífla útfallsskurð. 

Stíflur má gera úr jarðvegi, torfi, grjóti, timbri og öðru tiltæku efni sem fellur vel að umhverfinu. Vatnshæð í tjörn má stjórna með útfallsröri gegnum stíflu. Mikilvægt er að vanda frágang við stíflur og útbúa þær þannig að þær standist álag í flóðum. 

Sums staðar þarf að beina gruggugu mýrarvatni úr skurðum fram hjá tjörnum. 

Þegar mýrasvæði eru endurheimt kemur til álita að stífla eða fylla skurði. 

Þar sem halli er mikill er hætta á að vatn grafi sig niður í gamla skurðstæðinu eða rjúfi stíflur og getur þá reynst torsótt að endurheimta slíkt land.