Víða erlendis hefur framræst land verið tekið til akuryrkju og er allur votlendisgróður og dýralíf horfið af því. 

Endurheimt votlendis á slíkum svæðum er því bæði fyrirhafnar- og kostnaðarsöm.

Hér á landi eru aðstæður til endurheimtar góðar þar sem ræktun er fremur lítil og gróður framræstra mýra víða blandaður votlendistegundum. 

Einna mestar breytingar hafa orðið á landi sem hefur verið breytt í tún eða þar sem tjarnir og smávötn hafa þornað upp eða gruggast, af framburði úr skurðum. 

Á Íslandi má því víða endurheimta votlendi með fremur einföldum aðgerðum. Hafa ber hugfast að endurheimt votlendissvæði verða seint eða aldrei söm og ósnortin votlendi.