Hverjir geta endurheimt votlendi?

Um allt land má finna röskuð votlendissvæði sem eru fallin til endurheimtar. 

Bændur og aðrir landeigendur til sveita ættu að huga að endurheimt votlendis þar sem landnýting hefur breyst.

Sveitarfélög ættu að hafa endurheimt votlendis í umhverfisstefnu sinni en hún fellur vel að Staðardagskrá 21.

Félagasamtök og fyrirtæki geta beitt sér fyrir endurheimt votlendis.

Nýmæli hérlendis er að framkvæmdaaðilum er gert, eftir mat á umhverfisáhrifum, að endurheimta votlendi fyrir ósnortið land sem tapast við framkvæmdir.