Votlendi

„Mýrarnar eru stundum kallaðar öndunarfæri landsins“ Halldór Laxness. Hernaðurinn gegn landinu, 1970
Algengar spurningar og svör

 

Hvernig losna góðurhúsalofttegundir frá framræstu votlendi?
Endurheimt framræsts votlendis er ein af þeim aðgerðum sem IPCC viðurkennir sem gilda aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Í votum mýrum safnast upp lífrænt efni sökum þess að gróðurleifar rotna ekki vegna skorts á súrefni.  Gróðurinn þjappast því saman undir vatninu og myndar með tímanum mólag, lífrænt efni sem geymir mikla orku.  Þegar votlendi er ræst fram með skurðum og vatn hverfur frá, hefst niðurbrot eða rotnun þessa lífræna efnis þegar örverur nýta sér orkuna úr því og við það losnar koldíoxíð út í andrúmsloftið.  Þetta getur átt sér stað áratugum og árhundruðum eftir að lífræna efnið myndaðist.  Þegar vatni er aftur hleypt á votlendi stöðvast niðurbrotið tiltölulega hratt því súrefni er ekki lengur til staðar fyrir niðurbrotsörverurnar.  Þá fara af stað mun hægvirkari örverur sem geta starfað án súrefnis og losa metan sem er mjög virk gróðurhúsalofttegund.  Það ferli er hins vegar um þúsund sinnum hægara og því mikill ávinningur af því frá loftslagssjónarmiði að halda mýrum blautum og hafa lífræna efnið áfram bundið í jörðu.
Hvernig er losun frá framræstum mýrum á Íslandi áætluð?
Mat á losun gróðurhúsalofttegunda frá mýrum á Íslandi og annars staðar í heiminum hefur verið gert með tvennum hætti. Annars vegar með mælingum á loftskiptum jarðvegs og gróðurs þar sem binding eða losun gróðurhúsalofttegunda er metin á ákveðnum tímapunkti, og hins vegar með samanburði á langtíma breytingum á kolefnisforða jarðvegs í framræstum og óframræstum mýrum.

Við mælingar á loftskiptum er flæði lofttegunda í og úr jarðvegi og gróðri kannað með reglulegu millibili  þannig að hægt sé að áætla losun yfir gefið tímabil. Slíkar mælingar hafa verið notaðar til að meta losun gróðurhúsalofttegunda á sex framræstum svæðum á Vesturlandi.

Við mat á langtímabreytingum á kolefnisforða jarðvegs í kjölfar framræslu er magn kolefnis í jarðvegi framræstra og óraskaðra mýra borið saman. Mismunurinn á magni kolefnisins segir til um hversu mikið kolefni hefur losnað síðan viðkomandi svæði var ræst fram. Slíkar mælingar hafa verið notaðar til að meta losun gróðurhúsalofttegunda á átta svæðum á Suður- og Suðvesturlandi.

Þessar tvær mæliaðferðir gefa niðurstöður um losun gróðurhúsalofttegunda á flatareiningu lands sem ásamt mati á umfangi framræslu eru notaðar til að reikna heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi.

Hvað er metan og hvernig tengist það losun frá votlendi?
Metan er lyktarlaus lofttegund sem myndast við rotnun á lífrænu efni þar sem súrefni er ekki til staðar (loftfirrðar aðstæður).  Metan er ein þriggja megingróðurhúsalofttegunda, hinar eru koldíoxíð og hláturgas. Metan myndast t.d. í votlendi, á hrísgrjónaökrum, urðunarstöðum og í maga jórturdýra.  Einnig losnar verulegt magn metans út í andrúmsloftið við vinnslu á jarðefnaeldsneyti.

Í blautum mýrum myndast metan við rotnun lífrænna efna, en ferlið er það hægfara að það hefur ekki við uppsöfnun gróðurleifa.  Við framræslu mýra leitar súrefni ofan í jarðveginn og upphefst þá rotnun gróðurleifanna við loftaðar aðstæður, sem leiðir til verulegrar losunar á koldíoxíð.  Við endurheimt mýra blotnar aftur upp í jarðveginum sem kemur í veg fyrir loftaða rotnun og þar með losun koldíoxíðs, en leiðir aftur á móti til myndunar metans, líkt og í óröskuðu mýrlendi.  Þar sem metan er ríflega 20 sinnum sterkari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð mætti ætla að þetta væri áhyggjuefni, en svo er ekki því verulegur styrksmunur er á losun þessara tveggja efna þar sem magn metans er margfalt minna en magn koldíoxíðs. Loftslagsávinningurinn af því að endurheimta mýrar er því mjög mikill, þrátt fyrir myndun metans.

Hvað er hláturgas og hvernig tengist það losun frá votlendi?
Hláturgas (N2O) er mjög öflug gróðurhúsalofttegund. Hvert gramm af hláturgasi hefur um 300 sinnum meiri áhrif til hlýnunar en hvert gram af koltvísýringi (CO2).

Hláturgas myndast í tveimur lífrænum ferlum, annars vegar við afoxun ammonium (NH4+) í  nítrat (NO3-), og hins vegar nítrats í köfnunarefni (N2). Bæði ferlin eru hvötuð af örverum, sem nýta sér orkuna sem losnar í ferlunum.  Hláturgas myndast sem milliefni í báðum ferlunum. Verði truflanir á ferlunum getur það safnast tímabundið upp í jarðvegi eða annars staðar þar sem ferlin eiga sér stað. Þetta hláturgas leitar svo út úr jarðveginum. Við niðurbrot lífrænna efna við framræslu verður til ammonium,  sem er umbreytt í nítrat og köfnunarefni með hláturgas sem milliefni. Bæði ammonium og nítrat eru einnig í áburði. Margir þættir geta haft áhrif á myndun hláturgass í jarðvegi og er losun þess að sama skapi ójöfn. Magn þess sem losnar er mun minna en magn koltvísýrings en það er að hluta til vegið upp með margföldum áhrifum þess gagnvart hlýnun.

Hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum kemur frá framræstu- og endurheimtu votlendi?

Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Íslandi sýna að losun gróðurhúsalofttegunda úr röskuðu og framræstu votlendi er sambærileg við…

Endurheimt votlendi er viðurkennt af IPCC en hvað er IPCC?

IPCC er skammstöfun á Intergovernmental Panel on Climate Change og hefur á Íslandi verið kölluð Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Nefndin tekur saman…

Losa skurðir mikið af gróðurhúsalofttegundum?

Tilgangur framræsluskurða er að lækka vatnsyfirborðið í jarðveginum. Vitað er að einn skurður hefur áhrif á..

Hversu lengi losar framræst land gróðurhúsalofttegundir?

Í votlendi safnast upp órotnaðar jurtaleifar sem rotna ekki þar sem súrefni kemst ekki að þeim vegna vatnsins. Þegar vatnið er tekið af votlendinu eins og með framræsingu kemst…

Hvað með losun metans við endurheimt votlendis?

Framræst eða raskað votlendi losar mikið af CO2 sem stöðvast um leið og vatnið kemst aftur á votlendið. Við það losnar oft metangas…

Er sjálfbært að eiga ónotað framræst land?

Þegar rignir á framræst land leka næringarefnin úr jarðveginum með rigningarvatninu út í skurðina og til sjávar. Líkja má ferlinu við það sem gerist þegar hellt er uppá kaffi í…

Hafðu samband, okkur langar að heyra frá þér