Með endurheimt votlendis er leitast við að færa land í átt til fyrra horfs og skapa lífsskilyrði fyrir gróður og dýralíf sem áður ríkti.

Skilyrði þess er að vatnsbúskapur á svæðunum verði í líkingu við það sem áður var. 

Með tímanum ætti endurheimt votlendi að binda kolefni í stað þess að losa það út í andrúmsloftið og önnur virkni að færast til fyrra horfs.

Líta má á endurheimt sem lið í almennri náttúru- og landslagsvernd. 

Endurheimt getur aukið útivistargildi svæða. Þau verða áhugaverðari til fuglaskoðunar og skilyrði geta skapast til veiða á fugli og fiski.