Á vef Landbúnaðarháskólans er að finna Kortavefsjána en sérfræðingar háskólans hafa skráð inn nær alla skurði landsins og jarðvegskort, nytjaland og svokallað LULUCF (Land Use, Land-Use Change and Forestry). Einnig er hægt að bæta við hæðarskyggingu til að sjá halla.
Undir LULUCF má sjá mismunandi liti á landinu sem standa fyrir mismunandi gróður og jarðveg.
Einnig er hægt að reikna vegalengdir skurða og flatarmál framræsts lands.
Með því að nota músina er hægt að komast nær í myndinni og skoða aðstæður.
Á kortinu má greinilega sjá hversu mikið af framræstu landi er ekki í neinni notkun og hversu gríðarlega mikið af gróðurhúsalofttegundum er hægt að stöðva með þv að endurheimta það land.