Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Rannsóknir sýna að framræst votlendi ber ábyrgð á um 60% losunar CO2 á Íslandi. Inni í því hlutfalli er ekki tekið tillit til alþjóðlegs flugs yfir Íslandi en allar aðrar samgöngur og iðnaður eru innifalin. Þess vegna er endurheimt votlendis öflugasta leiðin í baráttunni við loftslags breytingarnar.
Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá. Endurheimt votlendis stöðvar útblástur koltvísýrings, eflir lífræðilega fjölbreytni, fuglalíf og styrkir vatnsbúskap í veiðiám.
Votlendissjóðurinn er sjálfseignarsjóður, fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum aðilum.
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516