Okkar hlutverk
Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Rannsóknir sýna að framræst votlendi ber ábyrgð á mikilli losun koldíoxíðs hér á Íslandi. Endurheimt votlendis er ein öflugasta leiðin í baráttunni við loftslags breytingarnar. Kíktu á síðustu framkvæmdir Votlendissjóðs á Youtube rás sjóðsins
Verndari Votlendissjóðsins er Forseti Íslands.
Nýjustu fréttir
Hér fyrir neðan er hægt að lesa um framgang helstu verkefna og annarra mála hjá Votlendissjóð. Hægt er að komast á póstlistann okkar með því að senda okkur póst á votlendi@votlendi.is merktan “póstlisti”.
Votlendissjóður
Færum land til fyrra hofs
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila. Starfssemi Votlendissjóðs styður beint við þrjú af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það eru markmikið, þrettán, fjórtán og fimmtán.