Alþjóðleg vottun í vinnslu

Oct 25, 2022

Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum. 

Fyrir um einu og hálfu ári síðan fór Votlendissjóður að skoða leiðir til þess að fá alþjóðlega vottun á þær kolefniseiningar, sem leiða af endurheimt votlendis.

 

Verkfræðistofan Efla vann fyrir minnisblað um hvað væru bestu kostirnir í stöðunni og eftir að hafa kynnt okkur nokkrar leiðir í þessu var ákveðið að sækjast eftir samstarfi við Verra (www.verra.org). Það kom á daginn í þessari vinnu Eflu að það eru alls ekki margir sem bjóða uppá vottaða ferla í endurheimt votlendis. 

 

Vinnunni hefur verið stýrt af Alexöndru Kjeld umhverfisverkfræðingi hjá Eflu og þá hefur Helga Bjarnadóttir Efna- og verkfræðingur, sviðstjóri hjá Eflu og stjórnarmaður verið sjóðnum innan handar líka. 

Sérfræðingar Landgræðslunnar, undir stjórn Dr. Þórunnar Wolfram, og Hlynur Óskarsson og Jón Guðmundsson frá Landbúnaðarháskólanum, hafa einnig aðstoðað við ferlið. Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum. 

Samhliða þessu er Votlendissjóðurðinn að vinna umsóknina. Næsta skref í þeirri vinnu er fundur með ráðherra og helstu sérfræðingum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þeirri von að ráðuneytið komi eitthvað að þessu með sjóðnum. 

 

Það er áhugavert að einnig er mögulegt að fá vottun á verkefni Votlendissjóðs sem unnið hafa verið fram til dagsins í dag, undir umsjón Landgræðslunnar. Það yrði því óvænt og ánægjuleg búbót fyrir landeigendur og kaupendur eininganna að geta uppfært einingar sínar yfir í vottaðar einingar.

 

Það er von stjórnar sjóðsins að á næsta ári verði allar seldar einingar sjóðsins vottaðar með alþjóðlegri vottun frá Verra. 

By Ingunn Kro 05 Nov, 2024
Er tækifæri fyrir þig í endurheimt votlendis?
By Einar Þór Bárðarson 25 Oct, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson 01 Sep, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson 29 Jun, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson 22 Apr, 2022
Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs .
By Einar Þór Bárðarson 06 Apr, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
By Einar Þór Bárðarson 17 Mar, 2022
Árskýrsla Votlendissjóðs aðgengileg
More Posts
Share by: