Verkfræðistofan Efla vann fyrir minnisblað um hvað væru bestu kostirnir í stöðunni og eftir að hafa kynnt okkur nokkrar leiðir í þessu var ákveðið að sækjast eftir samstarfi við Verra (www.verra.org). Það kom á daginn í þessari vinnu Eflu að það eru alls ekki margir sem bjóða uppá vottaða ferla í endurheimt votlendis.
Vinnunni hefur verið stýrt af Alexöndru Kjeld umhverfisverkfræðingi hjá Eflu og þá hefur Helga Bjarnadóttir Efna- og verkfræðingur, sviðstjóri hjá Eflu og stjórnarmaður verið sjóðnum innan handar líka.
Sérfræðingar Landgræðslunnar, undir stjórn Dr. Þórunnar Wolfram, og Hlynur Óskarsson og Jón Guðmundsson frá Landbúnaðarháskólanum, hafa einnig aðstoðað við ferlið. Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
Samhliða þessu er Votlendissjóðurðinn að vinna umsóknina. Næsta skref í þeirri vinnu er fundur með ráðherra og helstu sérfræðingum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þeirri von að ráðuneytið komi eitthvað að þessu með sjóðnum.
Það er von stjórnar sjóðsins að á næsta ári verði allar seldar einingar sjóðsins vottaðar með alþjóðlegri vottun frá Verra.
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516