Endurheimt votlendis fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Það gerir hins vegar framræsla lands. Framræslu sem hefur áhrif á þriggja hektara svæði eða stærra eða er á verndarsvæðum er ber að tilkynninga til Skipulagsstofnunar sem tekur ákvörðun um hvort framræslan sé háð umhverfismati. Sé framræst svæði undir 3 ha er það sveitarfélagsins að meta hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati. Votlendi njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum nr. 60/2013, sjá a-lið 1. mgr. 61. gr. Í samræmi við 3. mgr. sömu greinar skal forðast að raska votlendi nema brýna nauðsyn beri til. Það er því skylda að afla framkvæmdaleyfis til sveitarstjórna vegna framkvæmda sem hafa í för með sér slíka röskun.nt of your post
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516