Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs. Hið fyrra er fyrir Brekku á Ingjaldssandi á Vestfjörðum og hið síðara er fyrir Berserkseyri við Grundarfjörð. Á sama tíma og sjóðurinn fagnar því að hafa fengið leyfin er ekki hægt að líta framhjá því hve langur afgreiðslutími á framkvæmdaleyfum sem þessum er, en báðar umsóknir voru sendar inn síðsumars 2021.
Hér er um að ræða viðgerð á framkvæmdum sem á sínum tíma lutu ekki framkvæmdaleyfa. Með öðrum orðum er verið að taka til og laga landsvæði, ekki bara í þágu stöðvunar losunar á koldíoxíð heldur er líka um að ræða náttúrvernd og endurheimt vistkerfa sem líka eru gríðarlega mikilvæg og verðmæt umræddum svæðum.
Á næstu misserum ætlar Votlendissjóður að líta í eigin barm og skoða hvort unnt sé að breyta einhverju innandyra, sem auðveldar skjótari vinnslu slíkra umsókna og hyggst á sama tíma leita til Sambands íslenskra sveitarfélaga og annarra er málið varðar, með það að leiðarljósi að einfalda þessa ferla, ef hægt er.
Myndin sem fylgir fréttinni er tekin við Brekku á Ingjaldssandi sumarið 2020.
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516