Votlendissjóður afhendir Vonina á alþjóðlegum degi jarðar

April 22, 2022

Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs.

Í dag föstudaginn, 22 apríl afhendir forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs fyrir árið 2021. Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá fór hún til lista- og vísindafólks sem lagt hefur sjóðnum lið. Í ár eru það eigendur fyrstu jarðanna sem sjóðurinn hefur lokið endurheimt við sem hljóta Vonina. Afhendingin fer fram á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ klukkan 14:00. 

Alþjóðlegur dagur jarðar er í dag og á það vel við að afhenda Vonina á þessum degi enda er endurheimt votlendis eitt helsta vopn mannsins í baráttunni við hlýnun jarðar. Um leið er hún endurheimt vistkerfa og efling náttúrulegs fjölbreytileika. Samtals telja jarðirnar allar stöðvun upp á 5800 tonn - sem er það sama og losun 2900 fólksbíla.

Það eru eigendur jarðanna Hofs, Bleiksmýri, Krísuvíkurmýri, Grafarkots, Gottorps, Kirkjubóls í Korpudal, Horns og Skóga innan af Dynjandi og Fífustaðadals við Arnarfjörð sem fá Vonina í ár. 


Nánar um eigendur jarðanna 

Hjónin Jófríður Gilsdóttir og Þorfinnur S. Hermannsson eru eigendur Hofs. Það var fyrsta jörðin sem Votlendissjóður endurheimti og vann Þorfinnur verkið sjálfur. Fyrir þeirra hönd tekur Guðmundur Freyr Kristjánsson við Voninni. Samtals er svæðið 16 hektarar og því stöðvun losunar upp á 320 tonn af koldíoxíð á ári.

Hafnarfjarðarbær er eigandi Bleiks- og Krísuvíkurmýri. Það voru jarðir 2 og 3 sem sjóðurinn endurheimti. Þar er um að ræða 29 hektara í Bleiksmýri og 24 hektara í Krísuvíkurmýri. Samtals því 54 hektarar og stöðvun losunar upp á 1060 tonn á ári - til samanburðar eru það 530 fólksbílar á ári. Það er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sem tekur á móti þakklætis viðurkenningunni.

Bræðurnir Kristmann Örn Magnússon og Leifur Ragnar Magnússon ásamt fjölskyldum þeirra eru eigendur Grafarkots. Jörðin var endurheimt í upphafi Covid ársins 2020 og lauk vinnunni í apríl það ár. Samtals eru þar um 30 hektarar í allt og 600 tonn af árlegri losun stöðvuð. Kristmann Örn tekur á móti Voninni fyrir hönd eigenda. 

Fjölskylda Steinþórs Hjaltasonar eru eigendur Gottorps. Þau endurheimtu þessa fornfrægu jörð síðsumar ársins 2020. Steinþór er verktaki sjálfur í Kópavogi og vann þetta í samráði við ráðgjafa Landgræðslunnar. Samtals eru þetta 33 hektarar sem um ræðir sem eru 660 tonn af árlegri losun sem var stöðvuð. 

Páll Á. R. Stefánsson og fjölskylda eru eigendur Kirkjubóls í Korpudal. Þar fór endurheimt fram haustið 2020. Það voru verktakar Þotunnar á Bolungavík sem unnu það verkefni en jörðin var framræst árið 1972. Þar voru það 24 hektarar sem voru endurheimtir og samtals var stöðvuð losun upp á 480 tonn. 

Víðir Birgisson og fjölskylda eru eigendur jarðanna Horns og Skóga . Samtals um 26 hektarar og 1040 tonn. Því verki lauk á vetrarsólstöðum í desember 2020 og var það mikið ævintýri þar sem svæðið er utan sólu á þeim tíma.

Ragnheiður Guðmundsdóttir er eigandi Fífustaðadals við Arnarfjörð. Þar fór endurheimt fram haustið 2021. Það var sameiginlegt verkefni verktaka Þotunnar og Suðurverks auk starfsmanns Landgræðslunnar. Þetta er lang stærsta verkefni sjóðsins til þessa og telur nærri 60 hekturum þegar allt er talið og um 1200 tonna stöðvum.

Samtals telja jarðirnar allar stöðvun upp á 5800 tonn - sem er það sama og losun 2900 fólksbíla.

Nánar um Votlendissjóð

Votlendissjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem er rekin á framlögum frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Endurheimt votlendis stöðvar losun koltvísýringsígilda, eflir líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og bætir vatnsbúskap í veiðiám.



By Ingunn Kro November 5, 2024
Er tækifæri fyrir þig í endurheimt votlendis?
By Einar Þór Bárðarson January 31, 2023
Votlendissjóður stöðvar sölu kolefniseininga  þar til vottun er í höfn
By Einar Þór Bárðarson October 25, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson September 1, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson June 29, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson April 6, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson March 24, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson March 24, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson March 24, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
By Einar Þór Bárðarson March 17, 2022
Árskýrsla Votlendissjóðs aðgengileg
More Posts
Share by: