Námskeið fyrir vélaverktaka um endurheimt votlendisLandgræðslan býður áhugasömum vélaverktökum á námskeið þar sem farið er yfir vernd og endurheimt votlendis og þær aðferðir sem notaðar eru við framkvæmdir. Gott samstarf verktaka og fulltrúa Landgræðslunnar er lykilatriði í árangursríkri endurheimt. Rýnihópur vélaverktaka með reynslu af endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt og hefðu sjálfir vilja sitja það áður en þeir hófu sína vinnu við endurheimt.Undanfarin ár hefur Landgræðslan kynnt sér betur og þróað aðferðir við endurheimt mýra og árið 2019 kom út leiðbeiningarit fyrir framkvæmdaraðila þar sem farið er yfir helstu aðferðir við lokun skurða
https://land.is/namskeid-fyrir-velaverktaka-um-endurheimt-votlendis/
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516