Askja kolefnisjafnar með endurheimt votlendis

Feb 14, 2021

Askja kolefnisjafnar með endurheimt votlendis

Á Alþjóðlegum degi Votlendis, þann 2. febrúar sl.,  undirritaði Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, samning við fulltrúa Votlendissjóðs um kolefnisjöfnun reksturs Öskju í gegnum sjóðinn. Í upphafi þessa árs hlaut Askja umhverfisvottun samkvæmt ISO140001 alþjóðlega umhverfisstaðlinum. Við undirbúning þeirrar vottunar var rekstur Öskju yfirfarinn í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu til að ná utan um kolefnisspor fyrirtækisins. Heildarlosun starfseminnar var 343 Co2 tonn á árinu 2020 en öll losunin verður endurheimt í gegnum sjóðinn.

,,Þetta er jákvæður áfangi í okkar sögu. Við höfum unnið að þessu markmiði í um það bil tvö ár en með þessu skrefi er rekstur Öskju nú kolefnisjafnaður að fullu. Við völdum að vinna með Votlendissjóði því við höfum mikla trú á endurheimt, ekki bara sem aðgerð í kolefnisjöfnun heldur jafnframt til eflingar vistkerfa og umhverfis fisks og fugla á endurheimtu svæðunum," segir Jón Trausti. ,,Við sjáum hversu áríðandi það er þegar við horfum til þess að áratugur endurheimtar vistkerfa er hafinn undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Við erum stolt af því að ganga í takt við þessar áherslur. Askja hefur verið leiðandi í rafbílasölu á Ísland og aukning í hlutdeild rafbíla í okkar vöruframboði heldur sífellt áfram að aukast með góðu framboði rafbíla frá okkar framleiðendum."


Votlendissjóður Íslands er sjálfseignarstofnun sem endurheimtir votlendi á Íslandi í samstarfi við samfélagslega ábyrga landeigendur, fyrirtæki og einstaklinga sem brenna fyrir baráttunni við hamfarahlýnun jarðar. Votlendissjóður hefur á síðustu tveimur árum endurheimt votlendi á tugum hektara víða um land. Með endurheimt stöðvast losun um þúsundir tonna koldíoxíðs árlega

By Ingunn Kro 05 Nov, 2024
Er tækifæri fyrir þig í endurheimt votlendis?
By Einar Þór Bárðarson 25 Oct, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson 01 Sep, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson 29 Jun, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson 22 Apr, 2022
Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs .
By Einar Þór Bárðarson 06 Apr, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
By Einar Þór Bárðarson 17 Mar, 2022
Árskýrsla Votlendissjóðs aðgengileg
More Posts
Share by: