ÁHRIFAVALDAR TIL VERKA FYRIR NÁTTÚRUNNA
Í gær afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson Vonina, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs fyrir árið 2020. En vonina hlutu þau Bríet Ísis Elfar söngkona, Sævar Helgi Bragason fjölmiðlamaður og Tolli Morthens listmálari fyrir framlag sitt til kynningar
á sjóðnum og félögin 66° Norður og Orkunni fyrir framlög þeirra til starfssemi sjóðsins. Bríet, Sævar Helgi og Tolli komu öll fram í auglýsingum og kynningarefni fyrir Votlendissjóðinn sem framleitt var á síðasta ári en hefur verið í sýningu núna í byrjun árs. Þau gáfu alla vinnuna sína við verkefnið en aðkoma þeirra hefur vakið nýja hópa til umhugsunar um vonina sem býr í endurheimt votlendis.
66° NORÐUR VERNDAR JÖKLA MEÐ ENDURHEIMT
Þá afhenti forsetinn fulltrúum frá 66° Norður, vonina fyrir ríkulegt framlag fyrirtækisins og viðskiptavina þess en í haust stóð fyrirtækið fyrir Jökla föstudegi í stað Svarts föstudagar eins og víða er í lok nóvember. Þá tók fyrirtækið 25% af allri netsölu þá helgi og ánöfnuðust þannig rétt rúmlega 5 milljónir króna til verkefna sjóðsins „Þó að 66°Norður hafi verið kolefnishlutlaust fyrirtæki frá árinu 2019 er það eingöngu með heildrænni sýn og markvissum aðgerðum sem við getum minnkað skaðann, dregið úr umhverfisáhrifum og haft jákvæð heildaráhrif á heiminn. Sjálfbærni er kjarninn og leiðarljós í starfsemi okkar, allt frá því að flík verður til á teikniborðinu yfir í hvaða efni við notum, hvernig við nýtum umframefni, yfir í endurnýtingu, endurvinnslu og síðan mótvægisaðgerðir. Það er því mjög ánægjulegt að geta stutt við hið góða starf Votlendissjóðs.“ Sagði Helgi Rúnar Óskarsson við athöfnina.
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516