Ársfundur Votlendissjóðs 2022 verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 17:00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá ársfundar er samkvæmt skipulagsskrá Votlendissjóðs.
Dagskrá ársfundar, samkvæmt skipulagssrká Votendissjóðs er sem hér segir:
1. Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna fundarins
2. Skýrsla stjórnar og umræður
3. Endurskoðaðir reikningar síðastliðins árs lagðir fram til afgreiðslu
4. Kjör stjórnar
5. Viðurkenningar
6. Önnur mál
Skilgreint hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, félagasamtök og einstaklinga. Endurheimt votlendis stöðvar losun CO2 og eflir um leið náttúrulegan fjölbreytileika, fuglalíf og fisk í vötnum og ám
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516