Um helgina er Vetrarhátíð í Reykjavík og í tilefni þess að 2. febrúar er Alþjóðlegur dagur votlendi er eitt helsta ljósalistaverk Vetrarhátíðar tileinkað votlendi og endurheimt þess. Verkið heitir „Lifandi Votlendi“ og er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar en hátíðin verður sett á morgun fimmtudag 3. apríl.
Listaverkið var upprunalega framleitt fyrir ljósahátíðina "Signal Festival" í Prag í samvinnu við Prusa-Lab en það er hannað af listakönnuna Katerina Blahutova eða Katla Katla eins og hún kallar sig hérna á Íslandi. En verkið hefur farið víða í Evrópu og mun halda áfram að ferðast eftir þetta.
Verkið „Lifandi Votlendi“ er uppblásið og gagnvirkt ljósalistaverk sem vekur athygli á mikilvægi votlendis í gegnum þátttöku gesta. Með því að fæða listaverkið með smá mynt og þá lýstist það upp og leikur lausum hala en smámyntin heldur svo áfram að gefa því allur ágóðinn frá verkinu rennur til verkefna á vegum Votlendissjóðs
Núna þegar veiran er á undanhaldi og loksins hægt að gera sér glaðan dag þá hvetjum fjölskyldur til að gera sér ferð með klinkbaukinn og styðja gott málefni. Einnig verður hægt að skipta mynt á staðnum.
Verkið er eins og fyrr segir staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar og sýningasvæðið er opið milli 18:00-22:00 fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld 3.-6. febrúar.
Nánari upplýsingar
https://vetrarhatid.is
https://www.votlendi.is
https://www.katerinablahutova.com/
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516