Ari Trausti Guðmundsson fjallar um Alþjóðlegan dag votlendis

Feb 02, 2022

VIÐ ERUM ÖLL Á SAMA BÁTI

Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, forsetaframbjóðandi og fyrrum alþingismaður skrifar um votlendið í tilefni af Alþjóðlegum degi votlendis. 



 Þrátt fyrir að samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) haldi fyrsta sæti í andófinu gegn loftslagsbreytingum er kolefnisbinding líka mjög mikilvæg. Með öflugu starfi að henni er unnt að lina hlýnun í lofthjúpnum vegna hás hlutfalls GHL. Kolefnisbinding fer fram með því að efla upptöku kolefnis, einkum á landi. Með því að snúa til dæmis við gróðureyðingu, stunda sjálfbærrar gróðurnytjar í landbúnaði, auka skógrækt og endurheimta votlendi bindum við kolefni í jarðvegi til langs tíma. Hér á landi eru ærin verkefni við kolefnisbindingu og samvinna augljós milli almennings, stofnana, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins. 

 

Eftir rúman áratug?

   Stjórnvöld hafa sett fram stefnu: Kolefnishlutlaust Ísland fyrir 2040. Aðgerðaráætlun okkar í loftslagsmálum tekur til losunar, einkum samkvæmt markmiðum Parísarsamkomulagins (2030), og til kolefnisbindingar. Hún er endurskoðuð jafnt og þétt og uppfærð með vísindi og raunsæi að bakhjarli. Kolefnishlutleysi var bundið í lög vorið 2021. Þá voru líka samþykkt lög um hringrásarhagkerfi framtíðarinnar. Þar á undan voru samþykktar breytingar á tekjuskattslögum sem heimila lögaðilum frádrátt vegna kolefnisbindingar. Sveitarfélög hafa sett sér umhverfis-og loftlagsstefnu og fjölmörg fyrirtæki stofnað Grænvang til þess að efla samstarf í umhverfis- og loftslagmálum. Endurheimt landgæða og skógrækt hefur tekið vænlegan kipp. Við erum öll á sama báti.

 

Alþjóðlegi votlendisdagurinn

   Lengi má ræða eða gagnrýna kolefnisbindingu og framvindu hennar, eða jafnvel efast um gagnsemina. Hvað sem því líður verðum við að herða á henni með öllum ráðum. Fleiri en ein grein raunvísinda hvetja okkur til þess að horfa meðal annars til strandsvæða, nýta erlendar jurtir til framgangs, allt eftir gróðurfari, beita nýrri tækni við niðurdælingu kolefnis og fanga það úr loftinu, samanber fyrstu skref hér á landi. Auka á fjárframlög allra helstu hagaðila og ólík vinnuframlög okkar almennt. Leggja mikla áherslu á samvinnu og staðreyndir en síður á þref og tortryggni, án þess að glata rökræðunum. Hver þúsund tonn kolefnisígilda sem bundin eru færa okkur nær markinu í takt við minni losun. 

   Annar í febrúar er svonefndur Votlendisdagur. Þá getum við horft til baka á ríflega 4.000 ferkílómetra af votlendi sem voru ræst fram. Stór hluti að þarflitlu eða þarflausu. Áætla má að 15-20% hafi orðið að ræktarlandi. Við getum þá horft til samtímans þar sem skilningur ríkir á því að snúa losun frá verulegum hluta þessa votlendis alla leið til bindingar og loftslagshollra vistgerða. Við getum þá horft til náinnar framtíðar þegar við munum skila kolefnhlutlausu landi til eigin samfélags og allrar veraldarinnar.

 



By Ingunn Kro 05 Nov, 2024
Er tækifæri fyrir þig í endurheimt votlendis?
By Einar Þór Bárðarson 25 Oct, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson 01 Sep, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson 29 Jun, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson 22 Apr, 2022
Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs .
By Einar Þór Bárðarson 06 Apr, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
By Einar Þór Bárðarson 17 Mar, 2022
Árskýrsla Votlendissjóðs aðgengileg
More Posts
Share by: