Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkunnar um samstarf Orkunnar og Votlendissjóðs

February 2, 2022

VON FYRIR VOTLENDIÐ

Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkunnar, skrifar um samstarf Orkunnar og Votlendissjóðs í Fréttablaðinu í dag í tilefni Alþjóðlegs dag votlendis.


Tími umbreytinga er runninn upp og það er á ábyrgð stjórnvalda, fyrirtækja og einstaklinga að bregðast við stöðunni með vel ígrunduðum ákvörðunum. Tími umbreytinga kallar á aðgerðir og raunhæfar lausnir til að stöðva áframhaldandi loftslagsvá sem blasir við og við þurfum öll að takast á við.


En hvað getum við gert?

Orkan, dótturfélag Skeljungs, er hluti af samfélaginu og viljum við haga ákvörðunum okkar í samræmi við samfélagið – þarfir þess og áskoranir. Við viljum auka og styrkja jákvæð áhrif fyrirtækisins á líf fólksins í landinu. Við viljum auka framboð af endurnýjanlegum orkugjöfum, eins og rafmagni, metani og vetni. Þjónustustöðvar okkar verða því fjölorkustöðvar sem gegna mikilvægu hlutverki í orkuskiptunum. Við höfum minnkað kolefnisfótspor Orkunnar með því að kolefnisjafna allan reksturinn frá 2018. Mikilvægari er þó sú aðferð sem gerir viðskiptavinum kleift að kolefnisjafna akstur sinn á einfaldan hátt. Í dag eru hátt í 7.000 manns að taka þátt.


Fjölbreytt hlutverk Orkunnar er þannig að einfalda lífið og aðstoða alla við að minnka sótsporið með því að færa nútíma þægindi í nærumhverfið. Það snýst ekki einungis um orku á farartækið heldur leitum við nýrra leiða til að spara fólki sporin. Dæmi um það er vel heppnað endurvinnsluverkefni í samstarfi við Terra þar sem við buðum upp á endurvinnslugáma fyrir jólapappír og umbúðir sem stútfylla allar ruslageymslur yfir jólahátíðina. Svo vel var tekið í þetta framtak að á nokkrum dögum söfnuðust yfir 8 tonn af endurvinnanlegum umbúðum sem fóru beint í hringrás endurvinnslunnar.


Það kann að skjóta skökku við að einstaklingur sem vinnur hjá fyrirtæki á borð við Orkuna, sem vissulega selur eldsneyti, sé að fjalla um mikilvægi þess að draga úr jarðefnaeldsneytisnotkun, hvetja fólk til að kolefnisjafna og vera meðvitað um umhverfismál. En til þess að árangur náist við orkuskiptin og kolefnisjöfnun þá þurfum við líka að stíga fram og taka þátt í umbreytingunum sem fram undan eru. Við ætlum að vera hluti af lausninni, bæði með eigin framtaki og eins með því að auðvelda viðskiptavinum okkar að leggja sitt af mörkum.


Verum hluti af lausninni

Skeljungur, móðurfélag Orkunnar, er einn stofnaðila Votlendissjóðsins sem komið var á laggirnar árið 2018. Sjóðurinn er samfélagslegt verkefni verndað af forseta Íslands og hefur það hlutverk að endurheimta votlendi í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.


Allt að tveir þriðju af allri þekktri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi koma frá framræstu votlendi. Með því að fylla upp í skurði endurheimtum við votlendið og stöðvum losun gróðurhúsalofttegunda – nær samstundis. Hér er því um að ræða mjög áhrifaríka og hraðvirka leið til að draga úr losun og skapa aðstæður fyrir fjölbreyttara lífríki dýra og plantna.


Þessi áhrifaríka leið er viðurkennd af milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við teljum þessa leið eina þá skilvirkustu og aðgengilegustu til að vinna gegn hlýnun jarðar og endurheimta horfin vistkerfi.

Í dag er alþjóðlegur dagur votlendis. Af því tilefni þökkum við öllum þeim fjölda viðskiptavina okkar sem hafa stutt við endurheimt votlendis á undanförnum árum með því að kolefnisjafna eldsneytisnotkun sína á dælum Orkunnar með því að láta hluta af afslætti sínum renna til Votlendissjóðs. Við hvetjum alla til að vera með í þessu mikilvæga verkefni.



By Ingunn Kro November 5, 2024
Er tækifæri fyrir þig í endurheimt votlendis?
By Einar Þór Bárðarson January 31, 2023
Votlendissjóður stöðvar sölu kolefniseininga  þar til vottun er í höfn
By Einar Þór Bárðarson October 25, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson September 1, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson June 29, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson April 22, 2022
Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs .
By Einar Þór Bárðarson April 6, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson March 24, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson March 24, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson March 24, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
More Posts
Share by: