Umhverfis-, auðlinda- og orkumálaráðherra skrifar um votlendið

Feb 02, 2022

MÝRARNAR ERU MIKILVÆGAR

Guðlaugur Þór Þórðar­son Umhverfisráðherra skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu um votlendi í tilefni Alþjóðlegs dags votlendis, 2. febrúar.


Alþjóðlegi vot­lend­is­dag­ur­inn er í dag, 2. fe­brú­ar, en hann er hald­inn ár hvert á stofn­degi Rams­ar­samn­ings­ins um vernd vot­lend­is. Kveikj­an að gerð samn­ings­ins voru áhyggj­ur af fækk­un vot­lend­is­fugla. Vernd og end­ur­heimt vot­lend­is eru enn brýnni viðfangs­efni í dag en þegar Rams­ar­samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður fyr­ir rúmri hálfri öld, þar sem vís­ind­in hafa leitt í ljós mik­il­vægi vot­lend­is í lofts­lags­vernd.


Ísland er aðili að samn­ingn­um og eru sex friðlýst vot­lend­is­svæði á skrá Rams­ar hér á landi: Anda­kíll við Hvann­eyri, Grunna­fjörður í Hval­fjarðarsveit, Guðlaugstung­ur við Hofs­jök­ul, Mý­vatn og Laxá, Snæ­fells- og Eyja­bakka­svæðið og Þjórsár­ver. Hvert svæði hef­ur sína sér­stöðu, en öll eru þau mik­il­væg búsvæði og viðkomu­staðir fugla.

Vot­lendi þjón­ar líf­ríki, lofts­lagi og efna­hag


Vot­lendi set­ur sterk­an svip á ís­lenska nátt­úru og mynd­ar samofið net frá fjör­um og leir­um upp um ósa, ár og vötn til mýra og flóa. Vot­lendi býr oft yfir fjöl­breyttu líf­ríki og gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki við að miðla nær­ingu og vatni.


Vot­lendi er meðal af­kasta­mestu vist­kerfa á jörðinni, sam­bæri­legt við regn­skóga og kór­alrif, og þau veita mann­in­um marg­vís­lega þjón­ustu. Í rign­ing­um taka vot­lend­is­svæði til sín vatn en miðla því frá sér í þurrkatíð, og tempra þannig öfg­ar í vatnafari.

Í vot­lendisj­arðvegi er bundið mikið magn kol­efn­is. Á jörðinni þekja vot­lend­is­svæði um 3% yf­ir­borðs lands en þau geyma 20-30% alls líf­ræns kol­efn­is á landi. Mik­il­vægt er að það tap­ist ekki, sem get­ur gerst við fram­ræslu og aðra rösk­un. Vernd og end­ur­heimt vot­lend­is á heimsvísu hef­ur öðlast nýtt vægi eft­ir að gildi þeirra til að draga úr lofts­lags­breyt­ing­um varð ljóst.

Vot­lend­is­svæði geta haft mikið efna­hags­legt gildi þar sem þau eru upp­spretta marg­vís­legra auðlinda og fæðu, t.d. fiska og fugla, og eru oft vin­sæl svæði fyr­ir ferðaþjón­ustu.


Breytt­ir tím­ar kalla á nýja nálg­un

Talið er að vot­lendi þeki um 20% af grónu flat­ar­máli Íslands. Um 50% vot­lend­is á Íslandi hef­ur verið ræst fram, eða um 420 þúsund hekt­ar­ar. Við fram­ræslu vot­lend­is lækk­ar vatns­yf­ir­borð og súr­efni fær greiða leið niður í jarðveg­inn. Þetta verður til þess að líf­rænt efni, sem hef­ur safn­ast upp öld­um sam­an, tek­ur að brotna niður með til­heyr­andi los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Fram­ræsla vot­lend­is hér á landi stóð að mestu yfir á 40 ára tíma­bili á síðari hluta síðustu ald­ar með það að meg­in­mark­miði að bæta skil­yrði til tún­rækt­ar. Land hef­ur einnig verið þurrkað til að bæta beiti­lönd og vegna ým­issa fram­kvæmda, s.s. vega­gerðar og bygg­inga. Þetta var lengi gert með stuðningi rík­is­valds­ins og var af nær öll­um talið til fram­fara.


Í dag eru breytt­ir tím­ar. Vís­ind­in hafa sýnt okk­ur fram á mik­il­vægi vot­lend­is fyr­ir lofts­lag jarðar, sem fáir eða eng­inn leiddi hug­ann að fyr­ir hálfri öld. Tals­verður hluti fram­ræsts vot­lend­is er ekki nýtt­ur und­ir tún eða aðra rækt­un og því eru tæki­færi til end­ur­heimt­ar vot­lend­is mik­il. Það þarf auðvitað að ger­ast í sátt við bænd­ur og aðra land­eig­end­ur og á grunni bestu vís­indaþekk­ing­ar.

End­ur­heimt vot­lend­is er af hinu góða þar sem hægt er að koma henni við, en ekki er síður mik­il­vægt að raska ekki því vot­lendi sem óraskað er. Vot­lendi nýt­ur vernd­ar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um og ber að forðast að raska því nema brýna nauðsyn beri til. Nú ligg­ur fyr­ir áætl­un um vernd­un vot­lend­is í sam­ræmi við aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um, þar sem m.a. er lögð áhersla á friðlýs­ingu vot­lend­is­svæða og vernd­un vot­lendis­vist­gerða í nátt­úru­m­inja­skrá. Skoða þarf hvort þörf er á frek­ari aðgerðum til vernd­un­ar vot­lendi.


Átak á ára­tug end­ur­heimt­ar

Íslensk stjórn­völd hafa lög­fest mark­mið um kol­efn­is­hlut­leysi Íslands árið 2040, sem fram­lag Íslands til að ná mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins, og hafa auk þess sett metnaðarfull mark­mið um sam­drátt í los­un. Til að kol­efn­is­hlut­leysi ná­ist þarf jafn­vægi að nást á milli los­un­ar og bind­ing­ar af manna­völd­um, svo að nettó­los­un­in verði núll. Efla þarf land­græðslu, skóg­rækt og vernd­un og end­ur­heimt vot­lend­is til að ná þess­um mark­miðum. Rík­is­stjórn­in hef­ur sett fram metnaðarfull mark­mið um sam­drátt í los­un. Auk­in áhersla hef­ur verið sett á vernd og end­ur­heimt vot­lend­is. Ég vil efla það starf enn.


Á kjör­tíma­bil­inu verður einnig lokið við end­ur­skoðun á stefnu Íslands um líf­fræðilega fjöl­breytni. Þar verður áhersla lögð á m.a. end­ur­heimt vot­lend­is vegna þeirr­ar rösk­un­ar sem þurrk­un þess hef­ur haft á búsvæði fjöl­margra teg­unda. Ára­tug­ur Sam­einuðu þjóðanna um end­ur­heimt vist­kerfa er nýhaf­inn og er ákall alþjóðasam­fé­lags­ins um vernd­un og end­ur­heimt vist­kerfa um heim all­an í þágu fólks og nátt­úru.


Við Íslend­ing­ar geng­um rösk­lega fram við að ræsa fram mýr­ar á liðinni öld, af góðum hug og án þeirr­ar þekk­ing­ar sem við búum við nú. Á nýrri öld er lag til þess að end­ur­heimta stór­an hluta þessa lands, lofts­lag­inu og líf­ríki Íslands til góða. Rík­is­valdið hef­ur þar hlut­verki að gegna, en ekki er síður vert að þakka fram­tak fé­laga­sam­taka og einkaaðila, s.s. Vot­lend­is­sjóðs. Ég mun beita mér fyr­ir efldu starfi varðandi vernd vot­lend­is og end­ur­heimt, með sam­vinnu og sátt að leiðarljósi


By Ingunn Kro 05 Nov, 2024
Er tækifæri fyrir þig í endurheimt votlendis?
By Einar Þór Bárðarson 25 Oct, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson 01 Sep, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson 29 Jun, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson 22 Apr, 2022
Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs .
By Einar Þór Bárðarson 06 Apr, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
By Einar Þór Bárðarson 17 Mar, 2022
Árskýrsla Votlendissjóðs aðgengileg
More Posts
Share by: