Framkvæmdir næstu vikna jafnast á við að 1000 fólksbílar hyrfu úr umferðinni.
Verklegar framkvæmdir Votlendissjóðs við endurheimt votlendis við Bessastaði annarsvegar og í Bleiksmýri og Krísuvíkurmýri hinsvegar hófust á mánudag. Framkvæmdirnar hafa gengið vonum framar í haustblíðunni sem leikið hefur við landsmenn í vikunni. Framkvæmdum lauk í Bleiksmýri og við Bessastaði núna uppúr hádegi en þessi verkefni eru þau fyrstu af um 25 jörðum sem Votlendissjóður er með á dagskrá fram á næsta vor í samvinnu við landeigendur og Landgræðsluna.
Á Bessastöðum er það Forseti Íslands, verndari Votlendissjóðs, sem er að endurheimta votlendi á jörðinni. Það mun auðga fuglalíf á svæðinu fyrir utan það að stöðva útblástur á CO2 ígildum sem er auðvitað megin markmiðið Votlendissjóðs. Garðlist vinnur þetta verk með Votlendissjóð en notaðir eru léttir pallbílar við verkið í viðleitni sjóðsins til að valda sem minnstu óþarfa jarðraski en verkinu lauk núna um hádegi eins og fyrr segir.
Í Krísuvíkurmýri og Bleiksmýri hófst endurheimt á mánudag en henni lauk í hádeginu í Bleiksmýri en hafist verður handa á Krísuvíkurmýri í fyrramálið. Þar er um að ræða rétt um 60 hektara í landi Hafnarfjarðarbæjar. Þar verður endurheimt uppá um það bil 1100 tonn af CO2 ígildum á ári. Þar mun Votlendissjóður njóta atgervis verktakafyrirtækisins Ístaks.
Framundan eru svo framkvæmdir á jörðinni Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði. Framkvæmdir á Kirkjubóli munu tryggja stöðvun á losun sem nemur 481 tonni á ári og því ber svo sannarlega að fagna. Það er fyrirtækið Suðuverk sem ætlar að framkvæma endurheimt á Kirkjubóli í samráði við landeigendur og Votlendissjóð en framkvæmdir hefjast þar í byrjun október en undirbúningur þeirra er hafin. Þar mun endurheimt sjóðsins og samstarfsaðila stöðva sem nemur útblæstri á um 240 fólksbílum.
Þá standa yfir framkvæmdir á jörðinni Hofi í Norðfirði en það gengu eigendurnir fram fyrir skjöldu og ákváðu að leggja sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og framkvæma endurheimtina sjálf með fjárstuðning frá Votlendissjóði. Með þeirri aðgerð stöðva þau sem nemur árslosun frá 150-200 bifreiðum
Nokkrar nýlegar fréttir af okkur.
https://www.ruv.is/frett/faer-ekki-ad-fylla-upp-i-skurdi
https://www.frettabladid.is/frettir/slokkt-a-utblaestri-grodurhusalofttegunda-a-vid-thusund-folksbila/
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516