Í tengslum við nýja umhverfis og loftslagsstefnu Flensborgarskóla ákváðu nemendur skólans að kolefnisjafna akstur þeirra til og frá skólanum í ár. Útfærslan var alfarið
í höndunum nemendanna sem deildu hluti skólaaksturs á hvern nemanda hvort sem hann kemur í bíl eða ekki í skólann. Miðað var kolefnisspor meðal fólksbíls sem er 2.5 tonn og Co2 á ári. Nemendafélagið ákvað að leggja 100 kr í jöfnun fyrir hvern nemanda sem þeim reiknast að sé 69.420,- sem afhentar voru sjóðnum í morgun. Það var Ásbjörn Ingi Ingvason Oddviti Nemendafélags Flensborgarskóla sem afhendi framkvæmdastjóra sjóðsins og lét fylgja áskorun til Nemendafélags Fjölbrautarskóla Garðabæjar að gera slíkt hið sama.
Umhverfismeðvitund ungs fólks er á margan hátt orðin leiðandi í baráttunni fyrir bættu loftslagi, betri nýtingu og bættri umgengni um náttúruna og framlag eins og þetta eru skýr merki um það sagði fulltrúi Votlendissjóðs sem veitti framlaginu móttöku í morgun.
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516