Vinna er hafin við endurheimt jarðarinnar Fífustaðir í Ketildölum en jörðin var framræst uppúr miðri síðustu öld. Framræsingin var á sínum tíma undirbúningur fyrir alþjóðlegan flugvöll hjá fyrri eigendum jarðarinnar. Flugvöllurinn kom aldrei í dalinn og hefur framræsingin því aldrei verið nýtt, hvorki til flugrekstrar né í búskap.
Núverandi eigendur buðu Votlendissjóði til samstarfs um endurheimt fyrir þremur árum og var framkvæmdaleyfi gefið út í fyrra. Jörðin er nokkuð afskekkt og á vorin eru öxulþunga takmarkanir í Ketildölum sem síðan tengist við varptíma fugla og er því gluggi framkvæmda þröngur á þessum snjóþungu slóðum.
Fulltrúar Votlendissjóðs, Landgræðslunnar og verktakans Suðurverks hittust á vettvangi í gær en Suðurverk hóf síðan framkvæmdi í dag. Um er að ræða 59 hektara og verkið því ansi umfangsmikið. Suðuverk gefur vinnuna sína við þetta verkefni og verkið er unnið í samvinnu við Landgræðsluna eins og allar framkvæmdir Votlendissjóðs.
Aðgerðin stöðvar sem nemur 1200 tonnum af CO2 ígildum sem samsvarar útblæstri 600 fólksbíla á hverju ári.
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516