Um sl. áramót tóku gildi breytingar á lögum um tekjuskatt sem ættu að freista lögaðila. Samkvæmt þeim má nota hluta tekna til kolefnisjöfnunar (allt að 0,85% árstekna) án tekjuskattsgreiðslu fyrir árið sem stendur yfir þegar framlögin eru greidd. Þetta á við aðgerðir í rekstri til kolefnisjöfnunar lögaðilans sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslu og endurheimtar votlendis. Til þeirra teljast, auk framlaga til sjóða, stofnana, sjálfseignarstofnana og samtaka sem vinna að kolefnisjöfnun, verklegar framkvæmdir sem fyrirtæki taka að sér í samvinnu við sjóði, stofnanir, sjálfseignarstofnanir og samtök og taka ekki greiðslu fyrir. Frekari kynning er á https://www.althingi.is/altext/150/s/0027.html eða hjá Skattinum (s. 4421000).
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516