Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Verkís hafa bæði kolefnisjafnað losun fyrirtækjanna 2020 hjá Votlendissjóðnum. Gengið var frá þeim samningum núna í september en félögin mæla sína losun og eru stanslaust í vinnu við að minnka hana en kolefnisjafna svo það sem eftir situr. Þetta er þriðja áríð sem Verkís hefur kolefnisjafnað hjá okkur og fjórða árið hjá Ölgerðinni.
Með því að kolefnisjafna sig með endurheimt votlendis eru félögin ekki bara að stöðva losun óþarfa koltvíoxíðs úti í andrúmsloftið heldur endurheimta þau með þátttöku í okkar verkefnum, vistkerfi svæðanna. Þannig eykst og styrkist náttúrulegur fjölbreytileiki svæðanna. Þá eru verkefni sjóðsins atvinnuskapandi í héröðum endurheimtarsvæðanna.
Þannig er kolefnisjöfun þessa samfélagslega ábyrgu fyrirtækja margföld; Loftslagsleg, náttúrleg og efnahagsleg. Hægt er að sjá lista þeirra sem kolefnisjöfnuðu hjá okkur árið 2020 á heimasíðunni votlendi.is
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516