Framkvæmdastjóri og stjórnarmaður úr Votlendissjóði heimsóttu í síðustu viku Cairngorms þjóðgarðinn í Skotlandi ásamt fulltrúum frá Landgræðslunni, Fuglavernd og Landbúnaðarháskólanum. Heimsóknin var greidd af ELP sjóðnum (The Endangered Landscapes Programme) og er liður í undirbúnings verkefni sem íslensku aðilarnir og RSPB (The Royal Society for the Protection of Birds) eru í samstarfi um. RSPB eru ein stærstu umhverfisverndar samtök í heiminum og hafa verið samstarfsaðilar Votlendissjóðs frá stofnun hans.
Cairngorms þjóðgarðurinn er í norðaustur-Skotlandi og var stofnaður árið 2003. Þjóðgarðurinn er 4.528 km2 sem gerir hann stærsta sinnar tegundar á Bretlandseyjum. Innan svæðisins vinna opinberir aðilar, einkaaðilar og félagasamtök saman undir merkjum Cairngorms Connect. Stjórnendur Cairngorms Connect voru gestgjafarnir í ferðinni og í þrjá daga kynntu Íslendingarnir sér mismunandi þætti starfseminnar innan þjóðgarðsins.
Samstarfið innan Þjóðgarðsins lýtur að vatnsvernd, vatnsstýringu, skógrækt og grisjun, dýravernd, endurheimt votlendis og vistkerfa og stuðningur við tegundir í útrýmingarhættu svo eitthvað sé nefnt.
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516