Stjórn Votlendissjóðs vinnur nú að því að fá alþjóðlega vottun á kolefniseiningum sem verða til við endurheimt votlendis á vegum Votlendissjóðs. Markmiðið er að innan fárra missera geti Votlendissjóður boðið íslenskum fyrirtækjum og fyrirtækjum á alþjóðamarkaði vottaðar einingar sem nota má til kolefnisjöfnunar eða til að minnka kolefnisspor viðkomandi.
Verkfræðistofan Efla hefur að undanförnu kannað fyrir Votlendissjóð möguleika á alþjóðlegri vottun kolefniseininga við endurheimt votlendis og er vinna Votlendissjóðs byggt á þeirri vinnu.
“Fyrst og fremst viljum við að kolefniseiningar Votlendissjóðs séu virtar í alþjóðlegu umhverfi og fyllilega samkeppnishæfar á þeim markaði sem nú þróast hratt í aðgerðum þjóða heims til að stemma stigu við hlýnun loftslags. Jafnframt erum við að svara kalli íslenskra fyrirtækja sem starfa á alþjóðamarkaði að geta fengið alþjóðlega vottaðar einingar” segir Þröstur Ólafsson stjórnarformaður Votlendissjóðsins
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516