Skeljungur og Votlendissjóður stækka samstarf sitt
Hidden Iceland fyrst með nýja lausn
Skeljungur og Votlendissjóður hafa gert með sér samkomulag sem gerir fyrirtækjum í viðskiptum við Skeljung tækifæri með mjög einföldum hætti að kolefnisjafna allan akstur bílaflota sinna. Um er að ræða sambærilega lausn og Orkan systurfélag Skeljungs hefur boðið einstaklingum að gera síðastliðin 2 ár. Í vikunni undirrituðu fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækisins Hidden Iceland fyrsta slíka samkomulagið en lausnin býðst núna öllum fyrirtæjum sem eru í viðskiptum við Skeljung. Mikil eftirspurn hefur verið úti á markaðnum fyrir lausn eins og þessari sem er einföld og áreynslulaus fyrir alla.
"Við höfum frá stofnun Hidden Iceland lagt mikla áherslu á umhverfismál og erum stolt af því að vera fyrsta fyrirtækið til að ganga inn í þetta samstarf. Það er gaman að vera brautryðjandi og taka þátt í að innleiða ný og grænni tækifæri í sínu viðskiptaumhverfi og við erum svo sannarlega stolt af þessu” sagði Dagný Björg Stefánsdóttir forstjóri Hidden Iceland. "Þessi lausn er ástæðan fyrir því að við gerðum Skeljung að eldsneytisbirgjanum okkar. Umhverfisstefna Skeljungs og samstarf þeirra við Votlendissjóð gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun. Við viljum vinna með fyrirtækjum sem deila gildum okkar og það sem er mikilvægara, eru að gera ráðstafanir til að vernda umhverfið.”
“Það sem skiptir mestu máli í þessari lausn er að þarna gefst fyrirtækjum tækifæri á sáraeinfaldan hátt að kolefnisjafna allan sinn akstur og það er reiknað fyrir þau í rauntíma. Þannig losnar viðskiptavinurinn við það að setjast yfir aksturinn og reikna kolefnissporið sitt eftirá, með flóknum aðferðum, þegar kemur að akstri.” Sagði Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs. Það var verkfræðistofan EFLA sem vann útreikningana sem liggja að baki jöfnunarinnar og eru þær sömu forsendur og notaðar eru fyrir einstaklingsmarkað Orkunnar.
“Fyrirtæki sem vilja komast af stað í kolefnisjöfnun býðst þarna tækifæri til að fara strax að gera ráðstafanir fyrir losun af sínum akstri. Mörgum fyrirtækjum vex það í augum að stíga þetta fyrsta skref en með því að stíga þetta skref fyrst þá er hægt að koma losun frá akstri í fyrirmyndarhorf strax og halda svo áfram að taka skref til að finna út losun annarra þátta í rekstrinum,” sagði Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.
Myndin er frá afhendingu staðfestingar Votlendissjóðs á samstarfinu við Skeljung og Hidden Icelan. Lengst frá vinstri: Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, Eigendur Hidden Iceland þau Dagný Björg Stefánsdóttir forstjóri, Scott Drummond framkvæmdastjóri, Ryan Connolly markaðs- og umhverfisstjóri, Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs og Ernir Daði Fjölvarsson frá Skeljungi.
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516