Hidden Iceland fyrst til að kolefnisjafna akstur með nýrri lausn

Nov 01, 2021

Hidden Iceland fyrst til að kolefnisjafna akstur með nýrri lausn

Skeljungur og Votlendissjóður stækka samstarf sitt 
Hidden Iceland fyrst með nýja lausn
 


Skeljungur og Votlendissjóður hafa gert með sér samkomulag sem gerir fyrirtækjum í viðskiptum við Skeljung tækifæri með mjög einföldum hætti að kolefnisjafna allan akstur bílaflota sinna. Um er að ræða sambærilega lausn og Orkan systurfélag Skeljungs hefur boðið einstaklingum að gera síðastliðin 2 ár. Í vikunni undirrituðu fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækisins Hidden Iceland fyrsta slíka samkomulagið en lausnin býðst núna öllum fyrirtæjum sem eru í viðskiptum við Skeljung. Mikil eftirspurn hefur verið úti á markaðnum fyrir lausn eins og þessari sem er einföld og áreynslulaus fyrir alla. 

"Við höfum frá stofnun Hidden Iceland lagt mikla áherslu á umhverfismál og erum stolt af því að vera fyrsta fyrirtækið til að ganga inn í þetta samstarf. Það er gaman að vera brautryðjandi og taka þátt í að innleiða ný og grænni tækifæri í sínu viðskiptaumhverfi og við erum svo sannarlega stolt af þessu” sagði Dagný Björg Stefánsdóttir forstjóri Hidden Iceland. "Þessi lausn er ástæðan fyrir því að við gerðum Skeljung að eldsneytisbirgjanum okkar. Umhverfisstefna Skeljungs og samstarf þeirra við Votlendissjóð gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun. Við viljum vinna með fyrirtækjum sem deila gildum okkar og það sem er mikilvægara, eru að gera ráðstafanir til að vernda umhverfið.”

“Það sem skiptir mestu máli í þessari lausn er að þarna gefst fyrirtækjum tækifæri á sáraeinfaldan hátt að kolefnisjafna allan sinn akstur og það er reiknað fyrir þau í rauntíma. Þannig losnar viðskiptavinurinn við það að setjast yfir aksturinn og reikna kolefnissporið sitt eftirá, með flóknum aðferðum, þegar kemur að akstri.” Sagði Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs. Það var verkfræðistofan EFLA sem vann útreikningana sem liggja að baki jöfnunarinnar og eru þær sömu forsendur og notaðar eru fyrir einstaklingsmarkað Orkunnar. 

“Fyrirtæki sem vilja komast af stað í kolefnisjöfnun býðst þarna tækifæri til að fara strax að gera ráðstafanir fyrir losun af sínum akstri. Mörgum fyrirtækjum vex það í augum að stíga þetta fyrsta skref en með því að stíga þetta skref fyrst þá er hægt að koma losun frá akstri í fyrirmyndarhorf strax og halda svo áfram að taka skref til að finna út losun annarra þátta í rekstrinum,” sagði Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. 


Myndin er frá afhendingu staðfestingar Votlendissjóðs á samstarfinu við Skeljung og Hidden Icelan. Lengst frá vinstri: Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, Eigendur Hidden Iceland þau Dagný Björg Stefánsdóttir forstjóri, Scott Drummond framkvæmdastjóri, Ryan Connolly markaðs- og umhverfisstjóri, Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs og Ernir Daði Fjölvarsson frá Skeljungi. 

By Ingunn Kro 05 Nov, 2024
Er tækifæri fyrir þig í endurheimt votlendis?
By Einar Þór Bárðarson 25 Oct, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson 01 Sep, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson 29 Jun, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson 22 Apr, 2022
Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs .
By Einar Þór Bárðarson 06 Apr, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
By Einar Þór Bárðarson 17 Mar, 2022
Árskýrsla Votlendissjóðs aðgengileg
More Posts
Share by: