Ársfundur Votlendissjóðs 2021 verður haldinn mánudaginn 7. júní næst komandi kl. 17:00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá ársfundar er samkvæmt skipulagsskrá Votlendissjóðs.
1. Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna fundarins
2. Skýrsla stjórnar og umræður
3. Endurskoðaðir reikningar síðastliðins árs lagðir fram til afgreiðslu 4. Kjör stjórnar
5. Viðurkenningar
6. Önnur mál
Skilgreint hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, félagasamtök og einstaklinga.
Vegna sóttvarnarráðstafana eru gestir beðnir um að skrá sig til þátttöku með því að senda nöfn sín á votlendi@votlendi.is þannig að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516