Það var sólríkt og bjart yfir Mýrunum í dag þegar Votlendissjóðurinn og eigendur Brúarlands undirrituðu samning um endurheimt hluta jarðarinnar sem ekki er í nýtingu. Landgræðslan er með jörðina núna til mats og mælinga en hún tilheyrir Borgarbyggð þar sem meðferð sveitarfélagsins hefur verið afar vinsamleg endurheimt. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði unnin síðsumars eða undir haust. Á myndinni eru Guðbrandur Brynjúlfsson bóndi á Brúarlandi og framkvæmdastjóri Votlendissjóðs á sólslegni flötinni við húsin á Brúarlandi í dag eftir undirritun.
Votlendissjóður
Árleyni 22 - 112 Reykjavík
Kennitala 620518-1230
Banki 537-26-516