Endurheimt votlendis, grein úr Fbl 2. október

Oct 07, 2020

Endurheimt votlendis (grein sem birtist í Fréttablaðinu 2. október)


Störf Votlendissjóðsins byggja á vinnu sérfræðinga Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólans, Landgræðslunnar og annarra sem rannsakað hafa kolefnisbúskap og losun koldíoxíðs frá framræstu votlendi í fjölda ára.


Rannsóknir sýna að framræst votlendi ber ábyrgð á um 60% losunar CO2 á Íslandi. Inni í því hlutfalli er ekki tekið tillit til alþjóðlegs flugs yfir Íslandi en allar aðrar samgöngur og iðnaður eru innifalin. Rannsóknir sérfræðinga Landgræðslunnar og háskólasamfélagsins gefa til kynna að losun koldíoxíðs úr framræstu votlendi sé að meðaltali um 19.5 tonn á hektara hér á landi. Það eru tölur sem eru í samræmi við hliðstæðar rannsóknir á hinum Norðurlöndunum.


Framræst votlendi er mýri sem hefur verið þurrkuð upp með skurðum. Skurðakerfi landsins vegna framræsts votlendis er yfir þrjátíu þúsund kílómetrum að lengd en meira en helmingur lands í kringum þá eru ekki nýtt í dag. Votlendissjóðurinn var stofnaður fyrst og fremst til að endurheimta þetta ónotaða land. Aðgerðin er viðurkennd aðgerð í baráttunni við loftlagsbreytingarnar af milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC).

Auk þess er endurheimt votlendis virk leið til að styrkja líffræðilega fjölbreytni svo sem gróður og fuglalíf. Þá benda rannsóknir Haf og vatns, áður Veiðimálastofnunar, á að endurheimt votlendis geti í mörgum tilfellum bætt vatnsgæði í ám og vötnum og dregið úr flóðahættu í aftakaúrkomu.


Votlendissjóður endurheimti votlendi á 72 hekturum árið 2020 sem er stöðvun útblásturs sem nemur 1.440 tonnum sem er sambærilegt því að taka 720 bíla úr umferð í ár.


Mikilvægt er að halda því til haga að Votlendissjóðurinn er sjálfseignastofnun sem er fjármögnuð af einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum með ríka samfélagsábyrgð.


Votlendissjóður leitar að fleiri áhugasömum landeigendum, til samstarfs um endurheimt og það er mikið fagnaðarefni hversu meðvitaðir og velviljaðir landeigendur um allt land eru til þess að vinna að endurheimt votlendis með sjóðnum.


Hægt er að kynna sér gagnsemi endurheimtar votlendis á votlendi.is.



Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, stjórnarmaður

Ingunn Agnes Kro, stjórnarmaður


By Ingunn Kro 05 Nov, 2024
Er tækifæri fyrir þig í endurheimt votlendis?
By Einar Þór Bárðarson 25 Oct, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson 01 Sep, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson 29 Jun, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson 22 Apr, 2022
Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs .
By Einar Þór Bárðarson 06 Apr, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
By Einar Þór Bárðarson 17 Mar, 2022
Árskýrsla Votlendissjóðs aðgengileg
More Posts
Share by: