Hversu lengi losar skurða­svæði kol­tví­sýring?

Jan 13, 2021

Grein 3 úr Fréttablaðinu eftir þær Þórunni Ingjaldsdóttur og Ingunni Agnesi Kro

Loftslagsmálin eru sameiginlegt baráttumál okkar allra og við höfum öll áhrif. Því verða þeir sem bera ábyrgð á losun að skoða alla þætti sinnar losunar. Öflugustu leiðirnar til að takast á við loftslagsvandann hérlendis eru að minnka alla losun fyrirtækja, stofnana og heimila, endurheimta votlendi á landi sem er ekki í notkun og græða upp illa farið land og rækta tré. Með þessum þríþættu aðgerðum er gert að sárum, blæðing stöðvuð og það sem út hefur runnið hreinsað.


Skurðir grafnir í votlendi losa gróðurhúsalofttegundir. Um leið og vatn minnkar í jarðveginum kemst súrefni að og skilyrði skapast fyrir örverur til að hefja niðurbrot á lífrænu efni. Við það losnar koltvísýringur. Hraði ferlisins er sá að jarðvegurinn þynnist að meðaltali um hálfan sentimetra á ári. Með öðrum orðum, þá getur metra djúpur skurður losað koltvísýring í 200 ár. (dr. Hlynur Óskarsson, votlendi.is) Skurðir eru hins vegar alla jafna dýpri en svo. Framræsla hófst í einhverju magni upp úr miðri síðustu öld, svo ætla má að flest framræst svæði á Íslandi losi enn gróðurhúsalofttegundir.


Það er þó ekki bara losun úr skurðinum sjálfum. Allt svæðið sem skurðurinn ræsir fram, sem getur verið allt upp í nokkur hundruð metra í hvora átt frá skurðinum, losar koltvísýring. Þar fer aðallosunin fram. Það að skurðir, garðar séu grónir breytir litlu. Þá stöðvar það ekki losunina að gróðursetja tré á framræsta landinu. Á Íslandi eru næg svæði til að endurheimta og gróðursetja í áður en þessar aðferðir þurfa að rekast á.


Til að gæta að skilvirkni í störfum Votlendissjóðsins, fara sérfræðingar Landgræðslunnar yfir og meta jarðir áður en Votlendissjóður hefst handa, til að tryggja að endurheimtin muni skila árangri.



Hægt er að kynna sér gagnsemi endurheimtar votlendis og af la upplýsinga um hvernig má kolefnisjafna akstur sinn eða rekstur á votlendi.is og orkan.is.


By Ingunn Kro 05 Nov, 2024
Er tækifæri fyrir þig í endurheimt votlendis?
By Einar Þór Bárðarson 25 Oct, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson 01 Sep, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson 29 Jun, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson 22 Apr, 2022
Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs .
By Einar Þór Bárðarson 06 Apr, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
By Einar Þór Bárðarson 17 Mar, 2022
Árskýrsla Votlendissjóðs aðgengileg
More Posts
Share by: