Breytt verðlagning kolefnisjöfnunar og hvati fyrir landeigendur

Dec 26, 2019

Votlendissjóður hefur breytt framlagsforsendum sínum og þar með verðlagningu kolefnisjöfnunar í gegnum sjóðinn. Helstu breytingar eru þær að sjóðurinn býður nú endurheimt tonn á 2.000,- krónur og selur staðfesta stöðvun í átta í ár stað eins árs eins og fyrra módel var byggt á. Stærsta breytingin er þó er viðkemur landeigendum sem koma til samstarfs við sjóðinn en þegar sjóðurinn hefur nýtt þessi átta ár til að fjármagna framkvæmdirnar fá landeigendur stöðvunina til ráðstöfunar. Á fyrstu sex mánuðum 2020 endurheimtir sjóðurinn á þriðja tug jarða í samvinnu við Landgræðsluna. Ný heimasíða er í vinnslu og alþjóðlegar vottanir eru í skoðun. 

 Stærsta áskorun samtímans er að draga hratt úr losun gróðurhúsa-lofttegunda sem valda hlýnun jarðar og lofthjúps. Talið er að um 2/3 af losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi komi frá framræstu votlendi. 
 
Votlendissjóður var stofnaður vorið 2018 í þeim tilgangi að endurheimta framræst votlendi en endurheimt votlendis er skjótvirkasta aðferðin til að ná árangri í loftlagsmálum hérlendis. 

 
Jafnframt styrkir þessi leið líffræðilega fjölbreytni. Þannig eflist gróður og fuglalíf og jákvæð áhrif geta orðið á vatnsbúskap í veiðiám þar sem áhrifanna gætir. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson 

Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum sem vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hundruð hektara votlendis hafa þegar verið endurheimtir á vegum Votlendissjóðsins sem jafngildir því að stöðva losun þúsunda tonna koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Jafnframt styrkir þessi leið líffræðilega fjölbreytni. Þannig eflist gróður og fuglalíf og jákvæð áhrif geta orðið á vatnsbúskap í veiðiám þar sem áhrifanna gætir. 

Starfsemi Votlendissjóðs byggist á stuðningi almennings, landeigenda og fyrirtækja. Þrjár leiðir eru til að leggja Votlendissjóði lið. Sú fyrsta er í formi frjálsra fjárframlaga þeirra sem vilja kolefnisjafna ferðlög, heimilishald eða minni starfsemi eða hreinlega láta gott af sér leiða. Þá geta fyrirtæki sem kaupa endurheimt vottonn fært sér þau til tekna í kolefnisbókhaldi sínu og í þriðja lagi eru það landeigendur sem koma til samstarfs við Votlendissjóð um endurheimt á eigin jörðum. 


Öll endurheimt Votlendissjóðs fer fram í samvinnu og að undangenginni úttekt og með staðfestu mati Landgræðslunnar. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson 

Frá og með 1. Janúar 2020 mun verð á hverju vottonni verða kr. 2.000,-. Samfara þessum breytingum mun sjóðurinn bjóða landeigendum að taka við ávinningi endurheimtarinnar eftir átta ár frá framkvæmd. Geta þeir þá nýtt hann sjálfir til kolefnisjöfnunar eða selt hann inn á grænan markað, sem líklegt er að muni myndast hér eins og gerst hefur í Evrópu. 

Það er von sjóðsins að þessi afhending á verðmætum endurheimtar til landeiganda, hvetji enn fleiri samfélagslega ábyrga landeigendur til að leggja sjóðnum lið, því þeir fá kost á að eignast losunartonnin sem verða til, átta árum eftir upphafs stöðvun. Það verður beinn ávinningur fyrir þá. 

Öll endurheimt Votlendissjóðs fer fram í samvinnu og að undangenginni úttekt og með staðfestu mati Landgræðslunnar. Framundan næstu 6 mánuði er endurheimt á þriðja tug jarða um allt land og hefst vinna í Borgarfirði núna í janúar eða um leið og aðstæður leyfa. Verið er að skoða möguleika á alþjóðlegri vottun á starfsemi sjóðsins og ný heimasíða lítur dagsins ljós í byrjun janúar. 
 
https://votlendi.is/spurningar-og-svor/


By Ingunn Kro 05 Nov, 2024
Er tækifæri fyrir þig í endurheimt votlendis?
By Einar Þór Bárðarson 25 Oct, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson 01 Sep, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson 29 Jun, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson 22 Apr, 2022
Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs .
By Einar Þór Bárðarson 06 Apr, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
By Einar Þór Bárðarson 17 Mar, 2022
Árskýrsla Votlendissjóðs aðgengileg
More Posts
Share by: